Sunday, January 23, 2011

örsmáir sokkar


Prjónaði þessi littlu sokka bókamerki á föstudagskvöldið. Fljótlegt og skemmtilegt.
Uppskriftina er að finna á ravelry.
Gerði þá úr fabel garni sem er óreglulega mynstrað eins og sést á  myndinni,
allir sokkarnir eru gerðir úr sömu dokkunni þó þeir séu hver öðrum ólíkari.


Hlustið á þetta.

Saturday, January 22, 2011

One man band

Hafiði séð þennan gæja?


Eitt flott lag áður en ég fer að prjóna með leiknum.

Áfram Ísland, right?

Monday, January 17, 2011

kúpur & skák

Trefillinn flotti er þá loksins tilbúin og komin um hálsin á kallinum. Hann tók sinn tíma og ekki bætti að ég varð uppiskroppa á garni í lokasprettinum og nennti ekki að gera mér ferð til að kaupa meira. Hann endaði í 140cm + kögur. Samkvæmt uppskriftinni átti hann að vera 180 en ég nennti ekki að prjónann lengur. Finnst hann líka bara vera passlega langur svona.
Á myndinni sjást hauskúpurnar á röngunni, það eru líka kúpur á réttunni en þær sjást ekki frá þessu sjóarhorni.

Á meðan ég beið eftir að geta klárað trefilinn skellti ég í þessa flottu vettlinga úr bókinni "Vettlingar og fleira" átti garnið í stóru prjónakommóðuni minni (já ég á prjónakommóðu, stútfulla af garni, bókum, blöðum og ýmsu öðru góðgæti). Vettlingarnir voru mjög fljótprjónaðir svona 5 klst. í heildina. Alltaf gaman að gera eitthvað lítið og einfallt innámilli til að sjá snöggan afrasktur.
Núna verður gullinu mínu allavegana ekki kallt legur í miðstöðvarlausa bílum okkar brr...




Afsaka légleg myndgæði, myndavéla málin á þessu heimili eru ekki góð.

-sun-c

Sunday, January 16, 2011

Lítið brot af to-do listanum.

Það er svo ótalmargt sem mig langar að prjóna.

 
Þessi flotta peysa frá snillingunum hjá DROPS Design
er mjög ofarlega á to-do listanum þessa stundina.

 Kaðla ermarnar frá Pickles hafa lengi verið á listanum.
Þær eru ófáar flíkurnar frá þeim sem bíða eftir að verða prjónaðar af listanum mínum.

Þessar ermar eru það flottasta sem að ég hef séð legngi!
Uppskriftina af henni er hægt að nálgast á Ravelry.
Sem er fyrir þá sem ekki vita eins konar facebook fyrir prjónara þar sem maður er með 
sinn eigin prófílog getur nálgast heilan helling af flottum uppskriftum.

Æðislegt mystrið á þessum legghlífum.
Þær eru líka á Ravelry.

Þennan sæta kjól fann ég á garnstudio í gær.
Hann er komin á listan þó svo ég nenni ekki í hann í bráð.

Ég væri til í að vera kolkrabbi til að geta unnið að mörgum prjóna verkefnum í einu.
En ég er víst mennsk svo ég þarf bara vera þolinmóð.
Listinn minn er orðin svo langur að það myndi taka mig fleiri fleiri ár að prjóna allt af honum, sammt bæti ég við nýju á hann næstum daglega.
Best að hætta að husga um framtíðar verkefni og vinna að núverandi verkefnum.



Thursday, January 13, 2011

Músíkk og Meikóver

Hér skrifa ég mest megnis um fíkn mína á prjóni.
En býð stundum líka uppá tónlist, hina fíknina mína.
Sem er á boðstólnum í þetta sinn.
Verði ykkur að góðu...



Eins og sést gaf ég blogginu makeover í kvöld.
Endilega tjáið ykkur um nýja útlitið.
Takk.

Monday, January 10, 2011

Hekl?


 Þegar við hjúin tókum næturferð í hagkaup um daginn lét ég mig, eins og vanalega, hverfa aðeins í prjónadeildina. Þar sá ég þessa flottu bók "Gróft og geggjað hekl" blaðaði í gegnum hana og fékk löngun til þess að læra að hekla, hefur alltaf langað til þess en þegar ég skoðaði yfir bókina langaði mig að byrja strax.

 Ég gat hugsað um lítið annað en þessa bók eftir að ég sá hana og á föstudaginn seinasta, eftir að ég var búna hinta heilmikið að mig langaði virkilega í þessa bók, kom kallinn minn færandi hendi með hana heim.
 
 Það sem mér finnst virkilega sniðugt við þessa bók er að það er rosalega góð kennsla í hekli, myndir sem útskýra allt og step by step útskýringar, en sammt eru virkilega flott mynstur ekki bara eitthvað svona óspennandi byrjenda stöff. Í bókinni eru fimm grunnuppskriftir sem hennta vel algjörum byrjendum í hekli eins og mér. Svo eru sýndar ýmsar leiðir til að breyta flíkinni og hægt að blanda saman nokkrum hugmyndum til að gera flíkina allveg að sínu.
 
 Fór eftir vinnu í dag og keypti mér garn og heklunál til að byrja á fyrsta hekl stykkinu mínu, basic trefil.
Wish me luck.

Wednesday, January 5, 2011

Old school fingraprjón


Þegar ég sat með nökkrum krílum í vinnuni í gær (vinn á leikskóla) að þræða stórar perlur uppá þykk bönd mundi ég alltí einu eftir fingraprjóninu sem mamma kenndi mér þegar ég var púki. Ég tók upp eitt bandið og mér til mikillar furðu mundi ég ennþá hvernig á að fingraprjóna. Heima fann fór ég svo að dúlla mér meira með fingraprjón fann fjólublátt band (lítur svolítið út eins og grænu böndi í netum)  í prjónakommóðunni minni sem ég hafði keypt eitthverntíma í Tiger því mér fannst það svo flott á litin og bláar tréperlur og byrjaði að þreyfa mig áfram.
Endaði á að prjóna bandið á aðeins einum putta og þá kom út þetta armband hér að ofan. Hefði allveg viljað kunnað þetta þegar ég var yngri og alltaf að búa til vinabönd. 

Skemmtileg tilbreyting að puttaprjóna en nú ætla ég að smella mér aftur í að prjóna "the never ending scarf" sem er hérna í færslunni fyrirr neðan, er orðin óþolinmóð vegna þess það er svo margt annað sem mig langar að prjóna, en hann er allveg að klárast.

See you later Crocodile ;)

Sunday, January 2, 2011

Illusion

Gleðilegt nýtt ár!


Á prjónunum núna er þessi trefill. Sjónhverfinga trefill fyrir kallinn minn með hauskúpum sem sjást aðeins frá vissum sjónarhornum. Það er skemmtilega öðruvísi að prjóna trefilinn en hann er heldur langdreginn, nú er hann orðinn einn meter á lengd þannig það eru sirka 80cm + kögur sem var sérstaklega beðið um.



Þar til næst, leyfið ykkur smá eyrnakonfekt.