Thursday, December 30, 2010

Pakki frá ömmu.


Í dag fékk ég sendan æðislegan pakka frá megaprjónaranum ömmu minni. Í pakkanum var þetta fallega garn sem hún litaði sjálf. Lopinn er litaður úr jurtum, eyrarrós, krækiberjum, krækiberjalyngi, sefi úr Haukadalnum góða, rabbabararót og kaktus lús. Flottast finnst mér lillableika garnið til vinsti sem litað er með kaktuslús, ekkert smá girnilegur litur. Þá er spurningin bara hvað verður gert úr þessu skemmtilega garni.

Auk garnsins var í pakkanum prjóna bókin Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Allveg geggjuð bók með klassískum vettlingum og flottum húfum. Margar uppskriftir úr þessari bók komnar á "hlutir sem ég ætla að prjóna" listann minn langa.

Takk fyrir mig amma =)

Wednesday, December 29, 2010

Prjónablogg!


Í október í fyrra ákvað ég að mig langaði að læra prjóna. Ég fór á netið, skoðaði allkyns prjóna kennslu og lærði að prjóna. Nú aðeins meira en ári seinna er ég húkt, ég er alltaf með eitthvað á prjónunum, elska að splæsa í nýtt spennandi garn og með langan lista yfir allt það sem ég ætla mér að prjóna.

Í sumar fór ég að hanna og prjóna hálsmen sem hægt er að skoða á facebook síðunni minni.

Ég skellti upp þessari síðu til að deila með ættingjum og vinum (þeim sem hafa áhuga á prjóni)

Þar til næst, þegar ég býð uppá myndir af prjóni.
Eitt yndislegt lag.