Monday, January 17, 2011

kúpur & skák

Trefillinn flotti er þá loksins tilbúin og komin um hálsin á kallinum. Hann tók sinn tíma og ekki bætti að ég varð uppiskroppa á garni í lokasprettinum og nennti ekki að gera mér ferð til að kaupa meira. Hann endaði í 140cm + kögur. Samkvæmt uppskriftinni átti hann að vera 180 en ég nennti ekki að prjónann lengur. Finnst hann líka bara vera passlega langur svona.
Á myndinni sjást hauskúpurnar á röngunni, það eru líka kúpur á réttunni en þær sjást ekki frá þessu sjóarhorni.

Á meðan ég beið eftir að geta klárað trefilinn skellti ég í þessa flottu vettlinga úr bókinni "Vettlingar og fleira" átti garnið í stóru prjónakommóðuni minni (já ég á prjónakommóðu, stútfulla af garni, bókum, blöðum og ýmsu öðru góðgæti). Vettlingarnir voru mjög fljótprjónaðir svona 5 klst. í heildina. Alltaf gaman að gera eitthvað lítið og einfallt innámilli til að sjá snöggan afrasktur.
Núna verður gullinu mínu allavegana ekki kallt legur í miðstöðvarlausa bílum okkar brr...




Afsaka légleg myndgæði, myndavéla málin á þessu heimili eru ekki góð.

-sun-c

No comments: