Wednesday, January 5, 2011

Old school fingraprjón


Þegar ég sat með nökkrum krílum í vinnuni í gær (vinn á leikskóla) að þræða stórar perlur uppá þykk bönd mundi ég alltí einu eftir fingraprjóninu sem mamma kenndi mér þegar ég var púki. Ég tók upp eitt bandið og mér til mikillar furðu mundi ég ennþá hvernig á að fingraprjóna. Heima fann fór ég svo að dúlla mér meira með fingraprjón fann fjólublátt band (lítur svolítið út eins og grænu böndi í netum)  í prjónakommóðunni minni sem ég hafði keypt eitthverntíma í Tiger því mér fannst það svo flott á litin og bláar tréperlur og byrjaði að þreyfa mig áfram.
Endaði á að prjóna bandið á aðeins einum putta og þá kom út þetta armband hér að ofan. Hefði allveg viljað kunnað þetta þegar ég var yngri og alltaf að búa til vinabönd. 

Skemmtileg tilbreyting að puttaprjóna en nú ætla ég að smella mér aftur í að prjóna "the never ending scarf" sem er hérna í færslunni fyrirr neðan, er orðin óþolinmóð vegna þess það er svo margt annað sem mig langar að prjóna, en hann er allveg að klárast.

See you later Crocodile ;)

1 comment:

Anonymous said...

Sætt skvís ;)
Kv/ Mamma