Saturday, October 29, 2011

tónlist & fréttir



Eins og kemur framm í titlinum þá hef ég svolitlar fréttir. 
Ég er á leiðinni í Hússtjórnarskólann í Reykjavík eftir áramót =)
Er lengi búið að langa til að fara í þennan skóla og hlakka allveg ótrúlega mikið til.
Langaði að deila með ykkur gleði fréttunum og einu góðu lagi.

Hafið það gott kæru lesendur.
-eva

Sunday, October 23, 2011

allskonar

   Jæja. Komið frekar langt síðan ég setti eitthvað hér inn seinast, bæði vegna leti og ég veit ekki allveg hvað ég á að tala um eða sýna ykkur. Ég hef nefnilega aðalega verið að vinna á afmælis peysunni hennar mömmu sem er surprise og ekki þýðir að setja það á netið.
  Ég ætla bara að sýna ykkur smá bland í poka.



Þetta er staðan á kross-saumnum mínum.


Og svona er staðan á pússlinu mínu. Tvímælalaust erfiðasta púsl sem ég hef púslað.


Þetta fallega garn keypti ég mér í dag. Úr þessu ætla ég að skálda jólagjöf fyrir systur mína.
Vantaði eitthvað til að prjóna í prjónaklúbbnum á morgun. Mömmu peysa er orðin aðeins og fyrirferðamikil til að fá að fara í ferðalag.


Í löngu bloggpásunni minni fórum við hjónin til Tenerife =)
Þarna vorum við nýkomin úr svona bátafallhlíf.

Þangað til næst, sem verður vonandi sem fyrst.
Bæjó.
-eva