Sunday, January 16, 2011

Lítið brot af to-do listanum.

Það er svo ótalmargt sem mig langar að prjóna.

 
Þessi flotta peysa frá snillingunum hjá DROPS Design
er mjög ofarlega á to-do listanum þessa stundina.

 Kaðla ermarnar frá Pickles hafa lengi verið á listanum.
Þær eru ófáar flíkurnar frá þeim sem bíða eftir að verða prjónaðar af listanum mínum.

Þessar ermar eru það flottasta sem að ég hef séð legngi!
Uppskriftina af henni er hægt að nálgast á Ravelry.
Sem er fyrir þá sem ekki vita eins konar facebook fyrir prjónara þar sem maður er með 
sinn eigin prófílog getur nálgast heilan helling af flottum uppskriftum.

Æðislegt mystrið á þessum legghlífum.
Þær eru líka á Ravelry.

Þennan sæta kjól fann ég á garnstudio í gær.
Hann er komin á listan þó svo ég nenni ekki í hann í bráð.

Ég væri til í að vera kolkrabbi til að geta unnið að mörgum prjóna verkefnum í einu.
En ég er víst mennsk svo ég þarf bara vera þolinmóð.
Listinn minn er orðin svo langur að það myndi taka mig fleiri fleiri ár að prjóna allt af honum, sammt bæti ég við nýju á hann næstum daglega.
Best að hætta að husga um framtíðar verkefni og vinna að núverandi verkefnum.



2 comments:

Anonymous said...

Þér ætti ekki að leiðast í vetur, er hægt að pannta svona ermar (Ravelry.)
væru kanski flottari með nælu, ekki böndum ;)

Kv/ móðir Marsibil

Sunshine said...

aldrei að vita nema ég skelli í svona fyrir þig mútter =)