Saturday, June 25, 2011

prjónablöð


Leit við í Eymundsson í dag til að skoða prjónablöð og bækur eins og ég geri svo oft.
Fann mér tvö blöð með æðislegum sumar bolum.

Knitscene summer 2011



Love of Knitting summer 2011
Keypti þetta blað bara útaf þessum flotta bol.

Nú er heldur betur búið að bætast á to-knit listan minn!
Hlakka til að fitja upp á eitthverjum af þessum fallegu flíkum.

-eva




Thursday, June 23, 2011

vinaband&pússl


Fann leiðbeiningar um hvernig á að gera svona sæt vinabönd inná honestly WTF.
Skellti í eitt svona í kvöld.
Doldið sætt.
Annars ætla ég að reyna halda áfram með pússlið mitt.

Hafið það gott =)


Friday, June 17, 2011

komin tími...

Jæja, síðan hefur gleymst svolítið undanfarið. Þannig nú er komið að einu góðu bloggi um ýmislegt.

Seinustu helgi keypti ég mér bókina "Sokkar og fleira" sem mig hefur langað í lengi, er búin að vera prjóna uppúr henni þessa vikuna. Set inn myndir fljótlega.

Mig langar allveg svakalega í þessa gullfallegu prjóna.
Ekki það mig vanti fleiri prjóna.
Þessir eru bara ómótstæðilegir!
Þeir eru frá Signiture Needle Arts.

Langar líka í svona sniðuga prjónatösku fyrir hringprjóna, sokkaprjóna og langa prjóna.


Ég trúi því ekki að ég hafi ekki rekist á þessa síðu fyrr. Íslenskt prjóna veftímarit mikið af fallegum uppskriftum. Þar raskt ég meðal annars á þennan kjól hannaðan af Bergrósu Kjartansdóttur. Þetta er ein fallegasta prjónaflík sem ég hef rekist á. Verð að kaupa mér uppskriftina bráðlega.



Nú kveð ég með lagi.
Þangað til næst.