Monday, August 29, 2011

dagur 29 og 30


Day 29: Do you have any tips, or things that you’ve learned from knitting?

  Hmm... mér dettur ekkert í hug. Nema kanski ef þig langar til að læra prjóna, findu þér þá uppskrift sem þér finnst flott, ekki of stóra og youtubaðu þið bara í gegnum hana. Lang sniðugast.

   Hmm… I can't really think of anything. Except if you want to learn how to knit, find yourself a pattern you really love, not to big though and just youtube your way through it. I think that's the best way.


Day 30: What’s your name on Ravelry? If you don’t have a Ravelry account, why?

  Nafnið mitt á ravelry er sunshine-eve en ég hef ekki sett neitt þar inná lengi! Nota það bara til að skoða uppskriftir.

   It's sunshine-eve but I haven't posted anything on it for a long time. I just use it to look up patterns.


-eva
 

Saturday, August 27, 2011

dagur 26 og 27 og 28



Day 26: Have you ever been a part, or wanted to be a part of a knit-a-long? What was it? If not, why?

   Nei, ekki svona knit-a-long þar sem allir eru að prjóna það sama, en er í prjónaklúbb þarsem við prjónum saman og höfum gaman.

   No, not a knit-a-long where everybody knits the same pattern, but I am a part of a knitting circle where we knit together.


Day 27: How do you acquire most of yarn? Online retailers, local yarn shops, swaps, or large chain craft stores? What’s your favorite?

  Ég er garn-kaup sjúklingur og kaupi garn næstum allstaðar sem ég finn það. Mér finnst þó skemmtilegast að fara í sérstakar prjóna búðir, Storkurinn og Amma Mús eru í mikklu uppáhaldi.

   I am a yarn-shopaholic and buy yarn almost anywhere I can find it. My favorite though is going to knitting stores, I really love Storkurinn and Amma Mús.



Day 28: Do you do any other crafts besides knitting? What are they, and did learning to knit come before or after learning these other crafts?

  Já, í fyrra byrjaði ég að læra útsaum og í þessum mánuði byrjaði ég að kross sauma, sem mér finnst æðislega gaman. Ég lærði fyrst að prjóna og fór þá að hafa áhuga á hinu og þessu, langar til að læra að hekla (hef byrjað á því nokkrum sinnum en alltaf snúið mér aftur að prjónunu) og orkera og vattasauma.

  Yes, last year I learned embroidery and this august I started cross-stitching, witch I LOVE. I first learned how to knit and then got curious about other crafts. I really wanna learn how to crochet (I have started many times but always turned back to knitting) and tatting and vattasauma ( don't know what it is in english).



-eva

Wednesday, August 24, 2011

dagur 24 og 25


Day 24: Have you ever made your own pattern or dyed your own yarn? How did it turn out?

  Já hef gert uppskrift af húfu sem ég gaf littlu systur minni í afmælisgjöf og í fyrra sumar prjónaði ég gítaról efir mínu höfði, langar sammt að gera aðra gítaról var ekki allveg nógu ánægð með hina.
  Hef ekki ennþá litað garn en langar allveg svakalega til að gerða það.

  Yes, I have made my own pattern, I made a hat for my little sister for her birthday and last summer I made a knitted guitar strap, would like to make another strap since I wasn't happy enough with it.
  No, I've not dyed yarn yet but I really wanna do so.


Day 25: Do you have a knitting book or a place where you keep patterns, ideas, size measurements? Post a picture of it!

  Já á littla bók sem ég keypti mér í Tiger sem ég nota til að halda utan um öll prjónaverkefnin mín.

    Yes I have a little book I got in Tiger to keep track of all my knitting projects.



-eva
 

Monday, August 22, 2011

dagur 23


Day 23: If you had the supplies (and patience) for it, what project would you start today?

  Ég ætti erfitt með að velja. En ég held að Waterfall úr Cardigans eftir Louisa Harding yrði fyrir valinu, fallegar gataprjóns ermar og skemmtilegt mynstur í búknum. Væri líka til í að eiga allt í peysuna Masquerade úr sömu bók, alveg hreint ótrúlega falleg peysa.

Waterfall                                                Masquerade         

 I would have a hard time to pick just one, but I think it would be Waterfall from the book Cardigans by Louisa Harding. The lace knitted sleeves are just gorgeous and it has a great pattern in the body. I would also really like to knit Masquerade from the same book, stunning cardigan.

-eva
 

Sunday, August 21, 2011

dagur 21 og 22


Day 21: Do you knit gifts for friends and family for the holidays or birthdays?

  Já. Mér finnst rosalega skemmtilegt að finna út hvað ég get prjónað í pakkana handa fjölskyldunni. Reyni að gefa öllum eitthvað prjónað í afmælis og jólagjafir.

  Yes. I really love picking out something great to knit and wrap in paper for my family. I try to knit something for everyone on their birthday and christmas.





Day 22: Have you ever stricken someone off your to-knit-for list because they didn’t appreciate/take care of your last knitted gift to them?

  Nei, veit ekki betur en að allir sem ég hef prjónað fyrir hafi verið ánægðir með það sem ég hef prjónað á þá. =) Hef allavegana aldrei heyrt annað.

   No, I think everyone I've knitted for has been happy with what I knitted. =) At least nobody has ever told me otherwise.

-eva
 

Friday, August 19, 2011

dagur 20


Day 20: Do you knit in public? Was anyone offended/incredibly happy/curious that you were doing so?

 Já ég hef gert það, fólk á Íslandi pælir sammt ekkert mikið í því við erum svo vön því hér á landi. Eina skiptið sem fólk hefur pællt í því er þegar ég var að prjóna gítaról fyrir kallinn minn, enginn hafði séð það áður.

   Yes I have done that, but people here in Iceland don't really pay a lot of attention to it since we are so used to it. The only time people have been curious was when I was knitting a guitar strap for my boyfriend, no one had ever seen that before.


Annars hef ég lítið prjónað eftir að ég keypti mér þetta. Finnst rosa gaman að sjá myndina verða til.
-eva
 

Thursday, August 18, 2011

dagur 18 og 19


Þarsem ég var í prjónaklúbb í gærkvöldi þá náði ég ekki að blogga spurningu dagsins svo hér eru tvær, aftur.

Since I was at my knitting club last night I didn't have time to post yesterdays question so here are last nights and to days questions, again.


Day 18: Do you knit English or Continental?

  Contiental, þannig held ég að allir Íslendingar prjóni hin leiðin er frekar furðuleg.
  Continental, I think all Icelanders knit that way, in my opinion I find the other one strange.


Day 19: Do you watch movies and/or listen to podcasts while knitting? What are your favorite things to knit to?

  Mér finnst skemmtilegast að prjóna yfir stelpumyndum sem ekki þarf mikið að hugsa um svo ég geti einbeitt mér að prjónaskapnum. Gamlir Sex and The City þættir eru líka tilvaldir til að prjóna með og Project Runway.
   I most like to knit while watching chick flicks that I don't have to put to much thought into watching, because then i can concentrate on my knitting. Old Sex & The City shows are also great to knit to and Project Runway.

-eva
 

Tuesday, August 16, 2011

dagur 16 og 17


Day 16: Have you ever had a knitting related injury?

  Ekki beint. Ég hef auðvitað orðið aum í puttunum, fengið sprungur á puttana hér og þar eftir prjóna og þrýsting og hef líka fengið hálfgert nuddsár á vísifingurinn þar sem garnið hengur. En það er langt síðan eitthvað af þessu hefur gerst enda er ég komin með harðan skráp á fingurnar núna.

  Not really. I have of course gotten sore fingers, cracks on my fingers from needles and pressure and once I got sore on my finger that holds the yarn. But it's a long time since anything of this has happen because the skin on my fingers has gone though after knitting.



Day 17: Have you ever had a project that you loved become ruined? What’s the story behind it?

neip-nope
see you later crocodiles
-eva

Sunday, August 14, 2011

dagur 15


Day 15: What was your least favorite pattern and why?

  Man ekki eftir neinu sérstöku :/  -  Sorry, can't remember what it could be.


Kross-saumurinn gengur dásamlega vel. Fyrsti fiskurinn allveg að verða klár.
My cross stitching is going extremely well. The first fish almost finished.


Eitt fallegt lag í tilefni þess að hjartagullið mitt á afmæli í dag =D

-eva
 

Saturday, August 13, 2011

dagur 14


Day 14: What’s the worst yarn/fiber that you’ve worked with and why?

  Versta garnið sem ég hef prjónað úr er tvímælalaust cotton viscose frá drops. Byrjaði á flottum sumar bol frá þeim en gafst fljótt upp vegna þess hversu leiðinlegt mér fannst garnið vera. Ég er mikill aðdáandi að drops garni og hönnun en þetta garn mun ég aldrei aftur nota.

   The worst yarn I have ever worked with is definitely cotton viscose from Drops. I started this cool summer top with the yarn and quickly gave up because I simply hated to work with this yarn. I am a huge fan of Drops yarns and designs but this yarn will never touch my needles again.


  Á örðum nótum þá hjólaði ég í Ömmu Mús í góða veðrinu í dag og keypti mína fyrstu kross-saums mynd, lítið stjörnumerki, fiskarnir. Þetta er það sem ég er búna gera í dag, mér finnst þetta voða gaman. Ætla fara sauma meira.

  On another topic I rode my bike to Amma Mús (knitting and stitching shop) today and bought my first cross-stitching project, a small zodiac sign picture, pisces. This is what I have done so far, I really enjoy it. Now I'm gonna stitch some more.

-eva

Friday, August 12, 2011

dagur 13


Day 13: Do you have yarn that you love but can’t find a project for?

  Ég á tvær dokkur af þessu yndislega mjúka garni, eina í þessum lit og aðra aðeins dekkri. Mig langar svo mikið að prjóna eitthverja ofur mjúka flík úr þessu en get ekki ákveðið hvað. Svo á ég líka bara þessar tvær dokkur þannig flíkin þarf að vera smá. Humm... kanski ég breyti þeim í vettlinga.

  I've got two skeins of this soft wonderful yarn, one is in this color and the other one is a little darker. I really wanna knit something to wear, something soft and cozy, can't decide what to make of it. And because I only have two skeins it has to be a small project. Hmm... mabey I will turn them into mittens.

-eva
 

Thursday, August 11, 2011

dagur 12


Day 12: Where do you keep your stash? Post pictures!

   Í þessari hillu býr mest allt garnið mitt, prjónabækur, prjónablöð, prjónar, tölur, perlur og allt annað sem ég gæti þurft að nota við prjónaskapinn. Þessi kommóða var tekin úr geymslunni þegar allt heimilið var farið að fyllast af garni og prjónum. Kommóðan er stútfull og við hliðina á henni eru tveir kassar með enn meira garni.

  In these shelves and closets lives almost all of my yarn, knitting books/magazines, knitting needles, buttons and everything else a knitter needs. It was taken out of the storage room when our home was getting full with bags and boxes of yarn and needles. It's full of yarn and other stuff and besides it are two boxes with even more yarn.

Hér sést aðeins í girnileg heitin ofan í skúffunum. 

-eva

Wednesday, August 10, 2011

dagur 11


Day 11: Do you have a “Knitter Hero” or someone that is just way too awesome for their own good? Do share!

  Alda amma mín er prjónari með meiru. Síðan ég man eftir mér var amma alltaf prjónandi þegar við komum í heimskókn og allt um kringum hana voru körfur fullar af garni og öðru gúmmelaði. Við forstofuna er karfa sem er full af sokkum og vettlingum, aldrei fór maður heim á eins pars af vettlingum eða sokkum úr körfunni. Svo fékk maður líka alltaf eitthvað prjónað í jólapakkan og flest sem hún prjónar, prjónar hún eftir sínu eigin höfði. Amma er mín fyrirmynd.

  My grandmother Alda is a knitter like no other. Ever since i was a little rugrat I remember my grandma knitting when we came to visit. She sits there in her cozy knitting corner surrounded by baskets filled with yarn. By the door there is a basket with mittens and socks and you are not able to leave the house without a pair. Every christmas there would be soft knitted chlothes and almost everything she knits she just knits out of her own mind. My grandma is my knitting idol.



Þetta er það eina sem hún hefur prjónað sem ég hef við hendina.

-eva

Tuesday, August 9, 2011

dagur 10


Day 10: Do you have a favorite pattern or designer?

  Nei, eiginlega ekki. Það sem næst því kemmst er Rauma prjónablöðin, finnst næstum allt sem er í þeim gullfallegt og önnur hver uppskrift frá þeim er á to-knit listanum mínum. Garnið frá Rauma er líka eitt af mínum uppáhalds og á góðu verði.


  No, not really. But I really love the patterns from Rauma, I find almost everything they make just stunning and I think about half of their patterns is on my to-knit list. Also the yarn from Rauma is one of my favorites and isn't to expensive.


Þessi peysa finnst mér flottasta flíkin frá Rauma. Ég stefni að því að prjóna hana fyrr en síðar.
This sweater is my favorite Rauma design. Plan on knitting it very soon.

-eva
 

Monday, August 8, 2011

dagur 9


Day 9: What fiber or yarn do you love working with?

  Uppáhalds garnið mitt er án efa garn unnið úr alpakka ull. Elska að finna þetta dúnmjúka garn um fingurnar á mér og á prjónunum, flíkur úr alpakka verða alltaf fallegar og auðvitað eins og draumur í dós að klæðast. Annars finnst mér líka alltaf gaman að vinna með plötulopann íslenska, vegna þess hve auðvelt er að prjóna hann eins margfaldan og maður vill, eða bara einfaldan og ekki skemmir fyrir að hann  kemur í svo mörgum fallegum litum.

  My favorite yarn is with out doubt alpaca yarn. I just love feeling the soft yarn on my fingers and on the needles, clothes made of alpaca always come out looking gorgeous and are oh so comfy to wear. I really like working with Icelandic plötulopi because of how versatile it is, you can make what ever ply you want out of it and it comes in a rainbow of beautiful colors.


Í gær kláraði ég þessa húfu úr uppáhalds alpakkanu mínu =D

Finished this hat last night out of my favorite alpaca.
-eva
 

Sunday, August 7, 2011

dagur 8

Day 8: What’s your most challenging project?

  
  Ég held það sé þessi húfa. Nokkur gataprjóns mynstur í einni húfu þegar ég var einu sinni áður búin að prjóna gataprjón. Lykkjufjöldin fór nokkrum sinnum í eitthverja vittleysu en á endanum kom húfan vel út og er eitt það skemmtilegasta sem ég hef prjónað. Alltaf skemmtilegast að reyna við eitthvað nýtt.

  I think that would be this hat. Several lace patterns in one hat and I had only done lace knitting once before. The stitch count went wrong a few times but in the end the hat looked great and was one of my favorite things to knit. I always enjoy knitting something that challenges me.

-eva

Saturday, August 6, 2011

dagur 7

Day 7: Your least favorite?


  Þetta sjal var ég alls ekki sátt með. Prjónaði það þegar ég var nýlega byrjuð að prjóna, ég var mjög lengi að því þarsem ég var ekki búna mastera að prjóna brugðið og garnið var ekkert sérstaklega skemmtiegt á prjónunum. Þegar ég var komin uppí enda lykkjufjöldann samkvæmt uppskriftinni felldi ég af, en það var ekki eins stórt og ég vildi hafa það. Þegar ég setti það um hálsin á mér sagði kærastinn minn mér að þetta liti út eins og jólasveina skegg. Ég var allveg sammála og hef ekki sett það á mig síðan.
   This shawl was very disappointing. I had recently learned to knit when I did it, it took me very long time since I hadn't  gotten hang of the purl stitch and the yarn wasn't really nice to knit with. When I got to the stitch count the pattern asked for I bound the stitches of and tried it on, but it wasn't as big as I had hoped for. When i showed it to my boyfriend he said it looked like santa's beard, I agree and haven't worn it since.


-eva

Friday, August 5, 2011

dagur 6

Day 6: What is your favorite piece that you’ve knit?

  
  Uppáhalds prjónið mitt er þetta fallega sjal. Hreinlega elska marglita alpakka garnið, mjúkt og kósý og kambgarn er alltaf skemmtilegt á prjónum og í flíkum. Studdist við gamla kambgarns sjal uppskrift sem ég fékk hjá henni Eddu í vinnunni og breytti því svo lítillega. Garnið keypti ég mér fyrir afmælispeninga og gínan er líka afmælis gjöf sem ég fékk frá ma&pa.


  My favorite piece that I've knitted is definitely  this wonderful shawl. I just love the yarn it's made from, self-striping dreamy soft alpaca and of course icelandic kambgarn which i always like to have on my needles. I got the pattern from a friend at work and changed it a little. The yarn i bought for birthday money and the tailors dummy I got from my parents for my birthday.


  Svo langaði mig líka til að sína ykkur þessa sjala nælu sem mamma gaf mér um daginn, hún smíðaði hana sjálf.

 I also wanted to show you this shawl pin I got from my mother the other day, she made it herself.

 -eva

Thursday, August 4, 2011

dagur 5

Day 5: How long did it take from the time your learned how to knit, to finish your first project?

   Man það nú ekki allveg. Ætli það hafi ekki verið svona 3 vikur. Byrjaði á að æfa mig á trefli sem aldrei varð kláraður og lærði svo í gegnum að prjóna húfu.

   I don't really remember. But I guess it was about 3 weeks. Started out practicing on a scarf that never got finished and then learned my way through knitting a hat.


-eva

Wednesday, August 3, 2011

dagur 4

Day 4: How did you learn how to knit?

    Í október 2009 kom úr heiðskýru lofti löngun í að læra prjóna. Ég skoðaði allskonar fræðslu um prjónakennslu, garn og prjónana sjálfa og daginn eftir kíkti ég við í A4 á leiðinni heim og keypti mér stóra prjóna og þykkt appelsínugullt garn. Þegar ég kom heim leitaði ég að prjóna kennslu á youtube með garnið og prjónana í höndunum.
   Þannig lærði ég að prjóna.

  In October 2009 I somehow got the yearning to learn how to knit. I looked through all kinds of knitting tutorials and information on yarn and knitting needles. The next day on my way home I dropped by at a store and bought large needles and chunky orange yarn.  Then, when I got home I searched youtube for knitting tutorials with the yarn and needles in my hands.
  So, that's how I learned to knit.



híhíhí....
-eva

Tuesday, August 2, 2011

dagur 3

Day 3: Do you have any other WIPs (works in progress)?

  Já, er búna vera vinna í peysu fyrir afmælið hennar mömmu sem er í nóvember. Byrjaði snemma á henni þar sem ég vissi að ég myndi ekki nenna að prjóna bara hana, verð að taka frá henni pásur fyrir aðrar spennandi uppskriftir. Get ekki sett mynd þar sem hún er afmælisgjöf ;)


  Yes, I've been working on a sweater for my mothers birthday in November. I started it early since I knew I wouldn't be able to stick to just it, I must take brakes from it and knit some of the things on my ever changing to-knit list. Can't put a picture of it since It's a birthday present.


-eva

Monday, August 1, 2011

dagur 2

Day 2: What is currently on your needles?


Ég er með tvennt á prjónunum núna, eins og vanalega. Get aldrei haldið mig við eitt verkefni í einu.
Þetta bláa er Seneca Shrug úr sumarblaði Knitscene. Mér finnst alltaf svo gaman að prjóna gataprjón, verð þreytt á því að prjóna allar umferðir eins.
Littla brúna stykkið er þessi túrbanlega húfa frá vinum mínum Drops design sem ég byrjaði á í gær. Húfan er úr einu af mínu uppáhalds garni, Alpaca.

I've got two projects on my needles at the moment, as usually.
The blue one is the Seneca Shrug from Knitscene summer 2011. I really like knitting lace because the rows are all so different. I often get bored knitting one stitch row after row.
The little brown piece is this turbanish hat from my friends at Drops design that i started last night. The hat is knit in alpaca which is i love knitting with, feels so soft on my fingers.

-eva