Monday, January 10, 2011

Hekl?


 Þegar við hjúin tókum næturferð í hagkaup um daginn lét ég mig, eins og vanalega, hverfa aðeins í prjónadeildina. Þar sá ég þessa flottu bók "Gróft og geggjað hekl" blaðaði í gegnum hana og fékk löngun til þess að læra að hekla, hefur alltaf langað til þess en þegar ég skoðaði yfir bókina langaði mig að byrja strax.

 Ég gat hugsað um lítið annað en þessa bók eftir að ég sá hana og á föstudaginn seinasta, eftir að ég var búna hinta heilmikið að mig langaði virkilega í þessa bók, kom kallinn minn færandi hendi með hana heim.
 
 Það sem mér finnst virkilega sniðugt við þessa bók er að það er rosalega góð kennsla í hekli, myndir sem útskýra allt og step by step útskýringar, en sammt eru virkilega flott mynstur ekki bara eitthvað svona óspennandi byrjenda stöff. Í bókinni eru fimm grunnuppskriftir sem hennta vel algjörum byrjendum í hekli eins og mér. Svo eru sýndar ýmsar leiðir til að breyta flíkinni og hægt að blanda saman nokkrum hugmyndum til að gera flíkina allveg að sínu.
 
 Fór eftir vinnu í dag og keypti mér garn og heklunál til að byrja á fyrsta hekl stykkinu mínu, basic trefil.
Wish me luck.

3 comments:

Unknown said...

Sniðug bók! Mér finnst rosa gaman að hekla, er hrifnari af því en að prjóna.
Fínt blogg hjá þér :)

Guðrún Hrönn said...

Váá mig langar í þessa bók :D Gangai þér vel með trefilinn ;)

Sunshine said...

takk stelpur =)