Saturday, January 21, 2012

Húsó =)

  Vá! ég hreinlega trúi því ekki að ég hef ekkert litið á síðuna mína síðan í október. Ekki nógu gott :/
En... ég er, eins og flestir vita, byrjuð í Hússtjórnarskóla Reykjarvíkur, búna vera þar núna í tvær vikur og finnst það allveg æðislegt. Á myndinni hér er væðrarvoðið mitt (kósý teppi) fyrsta verkefnið sem ég kláraði í skólanum. Ég er líka búin að vefa flottan trefil úr flísgarni og er á síðustu centimetrunum á fjólubláu hringvaðmáli, barnateppi. 

Ég er líka búin að prjóna sokka og tátiljur með köðlum. Og er loksins búin að læra réttu aðferðina við að prjóna brugðið =) Ætla bara að leyfa myndum af verkefnunum segja sitt.


Fíni trefillinn minn.


Sinnepsguluir sokkaleistar =)
Guacamole grænar tátiljur.

 Ætla reyna að vera duglegri að setja inn myndir af því sem ég er að gera í skólanum, lofa þó engu, það er allveg helling að gera í húsó, en það er svo gaman alltaf.

Þangað til næst.
Adios ;)