Sunday, April 24, 2011

myrkvi


litli strákurinn minn hann myrkvi.
er hann ekki sætastur.

-TheCatLady

Tuesday, April 19, 2011

ég ætla að...


...fara púsla
með þessum hérna..

 

 ...og þessum líka.



Sunday, April 17, 2011

markið mitt



Mér finnst fátt skemmtilegra í prjóninu þessa dagana en að prjóna úr garninu hennar ömmu.
Það er svo fallegt.
Það nýjasta úr ömmugarni er þessi húfa, Mark úr einbandsblaðinu. Skemmtileg á prjónunum og ég er virkilega ánægð með útkomuna.
Stoffið og efsti mynsturhlutinn eru úr sama garni og Blakan mín, krækiberjalyngi.
Þessi gráleiti er úr krækiberjum og þessi bleiki úr kaktuslús.
Svona gataprjón er orðið uppáhalds prjónið mitt, aldrei eins.


-eva

Wednesday, April 6, 2011

mömmu peysa in progress



Hérna er það sem er komið af peysunni/kápunni hennar mömmu.
Myndavélin gerði reyndar eitthvað furðulegt við litina.
Samkvæmt uppskriftinni sem ég er að styðja mig við á flíkin að vera á röngunni, held mér finnist rendurnar flottari á réttunni.
En mamma ræður, þetta er nú einu sinni fyrir hana =)


Saturday, April 2, 2011

dútl

Þessa vikuna var ég að gera kertastjaka með krökkunum í vinnunni.
Við fengum mikið af krukkum gefins og nóg er til af alskyns servéttum til að gera dýrindis kertastjaka.
Ég sá tvær servéttur sem ég var svo hrifin af og bónus feta krukkurnar eru svo skemmtilegar í laginu svo ég ákvað að gera mér tvo kertastjaka sjálf.
Annars ætla ég að púsla á þessu yndæla laugardagskvöldi.

-eva dúttlari