Sunday, July 31, 2011

dagur 1


Rakst á þessar prjóna blogg spurningar rétt í þessu og ætla reyna á þetta.

Day 1: What was your first finishd project?


Þessi húfa kenndi mér að prjóna í október 2009. Byrjaði fyrst á trefli, því þannig byrja flestir, en gafst upp á því.
Þá sendi mamma mér prjóna bókina Garnaflækjur þar sem þessi húfa er, minnir á fyrstu síðunni.
Og þá var ekki aftur snúið, ég var orðin forfallinn prjónari! =D

This hat taught me to knit in October 2009. I started off doing a scarf, because  I thought that would be the best way to begin. But I got bored.
So my mom sent me "Garnaflækjur" (don't know what it's in english) a knitting book for beginners. There on the first page, I think, I found this hat.
After that there was no turning back. I was addicted to knitting. 

meira á morgun
-eva

Saturday, July 30, 2011

sumarfrí



Við erum búin að vera njóta sumarsins og sólarinnar í júlí. Fórum á Akureyri...


kíktum í rafting og sitthvað fleira.


Á bakaleiðinni stoppuðum við á Blönduósi og litum á Heimilisiðnaðarsafnið.
Útsaumsherbergið.


Þjóðbúningar.


Flottir ofnir kjólar, þessi hvíti er brúðarkjóll.


Gullfallegt sjal.



Allskonar fínerí í kjallaranum.


Mæli með því að þið skoðið þetta flotta safn ef þið eigið leið um Blönduós.

-sun-c

Saturday, July 2, 2011

sokkar, vettlingar, myrkvi og fleira.

Snúningssokkarnir mínir úr bókinni "Sokkar og fleira"
Voða sætir en get ekki sagt að mér hafi fundist gaman að prjóna þá.
Aðeins og basic fyrir mig.

Myrkvi minn með nýprjónuðu vettingana úr "Vettlingar og fleira"
Hann er vettlingaóður litli skrákurinn, verð að fela alla vetlinga vel á þessu heimili.

Þetta er á prjónunum núna, Seneca Shrug frá Knitscene S'11.
Átti garn sem passaði í þetta inní skáp, superwash frá garn.is sem amma gaf mér =)

-Gleðilegt sumarprjón =D