Sunday, February 27, 2011

embroidery


Í gær var ég að læra að embroidera (útsaum) með hjálp Stich-It Kit.
Mér finnst embroidery miklu fallegra orð en útsaumur.
Ég byrjaði á því að gera þessa sætu kisu og mér finnst þetta bara nokkuð skemmtilegt, góð tilbreyting frá prjóninu. Það fylgdu tvö "tea towels" eiginlega viskustykki með til að sauma í og ég hef hugsað mér að stútfylla annað þeirra af útsaumi til að æfa mig. 
Svo ætla ég mér að sauma eitthvað fallegt á ýmis látlaus föt.



Ég ætla leyfa Arcade Fire að gæla við eyrun á mér og sauma meira út.

-Sunshine

Wednesday, February 23, 2011

húfan hennar Öldu


Sæta húfan fyir Öldu littlu systir mína er tilbúin og ég er svo stolt af henni. Hannaði næstum alla húfuna sjálf studdist bara við uppskrift af einfaldri húfu til að fá úrtökurnar flottar.


Mér finnst húfan hennar Öldu æði!

-Sunshine

Saturday, February 19, 2011

á prjónunum...


... er þessi húfa i afmælisgjöf fyrir litlu systur mína. Nota í grunninn uppskrift sem ég fann á netinu en á endanum mun húfan ekkert líkjast mydninni með uppskriftinni, miklar breytingar á uppskriftinni og mynstur sem ég teiknaði sjálf upp. Er ekkert smá ánægð með mynstrið!
Mér finnst alltaf skemmtilegast að prjóna fyrir aðra og þá sérstaklega litlu sys því hún er alltaf svo ánægð með allt sem ég prjóna á hana.


Annað sem ég er að prjóna núna er þessi peysa frá drops design úr cotton viscose garni. Fannst þessi peysa svo flott að ég fór strax og keypti garnið í hana og fitjaði spennt uppá hana. En hún gegngur hægt og ég nenni varla að taka hana upp vegna þess að þetta garn er leiðinlegasta garn sem ég hef nokkurníman prjónað úr, klára þessa peysu eitthverntíman og á svo aldrei eftir að nota þetta garn aftur.


Þangað til næst
-eva

Sunday, February 13, 2011

Kaðall


Jæja, hef ekkert sett hérna inn lengi. Talvan mín hrundi og ég er orðin MacLovely (makka eigandi) en nú ætla ég að vera dugleg að setja upp alkyns stöff hérna á síðuna mína.
Flotta eyrnabandið sem ég er með á myndinni er nýjasta kláraða verkefnið mitt, fann uppskriftina á ravelry og varð um leið hugfangin af þessu fallega kaðlahárbandi. Tók mig innan við 2 klukkutíma að vippa þessu upp og þetta er orðið uppáhalds "flíkin" mín, fer ekkert án þess.



Annars er ég orðin grasekkja aftur. Hjartagullið mitt fór útá haf í dag. 
Þannig þetta lag er viðeigandi í dag.
-grasekkjan

Tuesday, February 1, 2011

tæknilegir örðugleikar og veikindi


Vegna tölvu vesens og veikinda hef ég ekki náð að setja neitt nýtt hérna á síðuna.
Til að bæta upp fyrir það er hér feel good lag... 'cause i need to feel good.
Skelfilega leiðinlegt að liggja fyrir heima og hafa ekki orku í neitt.
Finnst ég alltaf vera "waisting my time" ef ég er ekki með eitthvað í höndunum.




En nú er ég orðin nærri hitalaus og ætla fara púsla aðeins.
-lazarus púslari