Sunday, February 13, 2011

Kaðall


Jæja, hef ekkert sett hérna inn lengi. Talvan mín hrundi og ég er orðin MacLovely (makka eigandi) en nú ætla ég að vera dugleg að setja upp alkyns stöff hérna á síðuna mína.
Flotta eyrnabandið sem ég er með á myndinni er nýjasta kláraða verkefnið mitt, fann uppskriftina á ravelry og varð um leið hugfangin af þessu fallega kaðlahárbandi. Tók mig innan við 2 klukkutíma að vippa þessu upp og þetta er orðið uppáhalds "flíkin" mín, fer ekkert án þess.



Annars er ég orðin grasekkja aftur. Hjartagullið mitt fór útá haf í dag. 
Þannig þetta lag er viðeigandi í dag.
-grasekkjan

5 comments:

Helga Lind said...

Oh lord hvað þetta er fallegt!

Ekki værir þú til í að deila með mér uppskriftinni sem þú fannst? Væri mikið til í að skella í eitt svona!

Sunshine said...

ekki málið helga, ætlaði að setja link en gleymdi því bara.

http://www.ravelry.com/patterns/library/anthropologie-inspired-braided-headwrap

uppskriftin er á ravelry maður þarf að hafa account til að sjá hana. ef þú ert á ravelry mæli ég hiklaust með að þú stofnir account á henni, æðisleg síða.

Anonymous said...

Flott, eins og alltaf hjá þér Sunneva mín :)

Kv/ Móðir Marsibil

helgalindmar said...

Takktakktakk!
Hugsa að ég skelli í eitt sem fyrst.
Hvaða garn ert þú að nota?

Sunshine said...

er að nota tvöfallt alaska garn frá drops á 7mm prjóna
annars gætiru líka notað tvöfaldan lopa og baða uppúr hárnæringu svo hann klæji lítið... alltaf ódýrast að nota lopa =)