Saturday, February 19, 2011

á prjónunum...


... er þessi húfa i afmælisgjöf fyrir litlu systur mína. Nota í grunninn uppskrift sem ég fann á netinu en á endanum mun húfan ekkert líkjast mydninni með uppskriftinni, miklar breytingar á uppskriftinni og mynstur sem ég teiknaði sjálf upp. Er ekkert smá ánægð með mynstrið!
Mér finnst alltaf skemmtilegast að prjóna fyrir aðra og þá sérstaklega litlu sys því hún er alltaf svo ánægð með allt sem ég prjóna á hana.


Annað sem ég er að prjóna núna er þessi peysa frá drops design úr cotton viscose garni. Fannst þessi peysa svo flott að ég fór strax og keypti garnið í hana og fitjaði spennt uppá hana. En hún gegngur hægt og ég nenni varla að taka hana upp vegna þess að þetta garn er leiðinlegasta garn sem ég hef nokkurníman prjónað úr, klára þessa peysu eitthverntíman og á svo aldrei eftir að nota þetta garn aftur.


Þangað til næst
-eva

2 comments:

Unknown said...

Þessi peysa er nú samt mjög svo girnileg á litinn og í sniði þó það sé nú leiðinlegt að prjóna hana :)

Unknown said...

Þessi peysa er nú samt mjög svo girnileg á litinn og í sniði þó það sé nú leiðinlegt að prjóna hana :)