Sunday, February 3, 2013

Sunnudagstónar III


Þema sunnudagstóna vikurnar er konur í tónlist.



Florence + The Machine - Spectrum
Florence Welch er án alls efa flottasta tónlistarkonan í dag og allir ættu að þekkja hana.
Allt við hana er bara frekar mikið töff stöff.
Bíð spennt eftir nýrri plötu frá henni.



Fever Ray - If I Had A Heart
Fever Ray er sóló listamanns nafn söng- og tónlistarkonurnnar Karin Andersson sem betur er þekkt fyrir að vera annar helmingur sænsku hljómsveitarinnar The Knife.



Kate Bush - Army Dreamers
Kate Bush dettur alltaf í hlustun hjá mér af og til, og þá sérstaklega þetta lag.



Arcade Fire - Sprawl II
Ein af mínum uppáhalds böndum. Finnst allveg yndislegt að þau Win & Régine söngvarar sveitarinnar skulu vera hjón. Það er draumur í dós.



The Jezabels - A Little Piece
Það kemur góð tónlist frá Ástralíu meðal annara þetta band. Front konan, Hayley Mary er bæði eitur svöl og virkilega flott söngkona.



Angus & Julia Stone - For You
Flott systkyni frá Ástralíu með eitt væmið, þetta lag getur fengið mig til að fella nokkur tár.



jæja er þetta ekki gott í bili?

-sunshine-






No comments: