Sunday, April 17, 2011

markið mitt



Mér finnst fátt skemmtilegra í prjóninu þessa dagana en að prjóna úr garninu hennar ömmu.
Það er svo fallegt.
Það nýjasta úr ömmugarni er þessi húfa, Mark úr einbandsblaðinu. Skemmtileg á prjónunum og ég er virkilega ánægð með útkomuna.
Stoffið og efsti mynsturhlutinn eru úr sama garni og Blakan mín, krækiberjalyngi.
Þessi gráleiti er úr krækiberjum og þessi bleiki úr kaktuslús.
Svona gataprjón er orðið uppáhalds prjónið mitt, aldrei eins.


-eva

2 comments:

Anonymous said...

Æðisleg, og ömmuleg :) hún prjónaði svona göt ;) á tímabili :)

Unknown said...

rosa fallegt munstur :)