Thursday, December 30, 2010

Pakki frá ömmu.


Í dag fékk ég sendan æðislegan pakka frá megaprjónaranum ömmu minni. Í pakkanum var þetta fallega garn sem hún litaði sjálf. Lopinn er litaður úr jurtum, eyrarrós, krækiberjum, krækiberjalyngi, sefi úr Haukadalnum góða, rabbabararót og kaktus lús. Flottast finnst mér lillableika garnið til vinsti sem litað er með kaktuslús, ekkert smá girnilegur litur. Þá er spurningin bara hvað verður gert úr þessu skemmtilega garni.

Auk garnsins var í pakkanum prjóna bókin Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Allveg geggjuð bók með klassískum vettlingum og flottum húfum. Margar uppskriftir úr þessari bók komnar á "hlutir sem ég ætla að prjóna" listann minn langa.

Takk fyrir mig amma =)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ, bara að prófa :)

Anonymous said...

Hæja skvíss, flott garn frá hexinni henni ömmu þinni....ég veit að hún mun glöð fylgjast með þér, ef hún kann á netið ;) Ég hlakka til að sjá þitt fína prjón og verð að muna að taka myndir af því sem þú hefur nú þegar prjónað fyrir fjölskylduna þína.

Kveðja, móðir Marsibil í Haukadal Dýrafirði B)